Fréttir
Núna eru liðnir 34 mánuðir síðan Byggingafélagið Bakki hóf framkvæmdir i áfanga IV í Helgafellshverfi. Á þessum tíma erum við búnir að afhenta 53 fullbúnar íbúðir í 7 íbúðaverkefnum við Liljugötu 1, 3, 5 og 7 og Liljugötu 2,4 og 6. Verkefnin sem við erum byrjaðir að reisa núna eru bygging raðhúsa við Liljugötu 9-25, Liljugötu 8-24, Huldugötu 1-13 og Lóugötu 2-22. Samtals eru þetta 36 raðhús í byggingu, þau minnstu eru 106 m2 og þau stærstu 190 m2.

Í lok mars sl. hófust framkvæmdir hjá okkur við áfanga IV í Helgafellshverfi. Næstu tvo mánuði verða strákarnir hjá VGH ehf að vinna í gatnagerð við Skammadalsveg og fyrsta áfanga við Liljugötu. Við gerum svo ráð fyrir að byrja á sökklum að fyrstu tveimur húsunum við Liljugötu 5 og 7 í lok maí nk. Þar munum við reisa tvö 5 íbúða hús með 2ja og 4ra herbergja íbúðum, sambærilegum þeim sem við byggðum við Snæfríðargötu 1-5.